
Arnar Einarsson
arnar@edalbilar.is
Móttaka & varahlutir
Fæddur 1968. Lærði rafmagnsfræði og flug, var líka í tölvuviðgerðum. Vann hjá Jöfri í Kópavogi í sjö ár og á verkstæði í Svíþjóð. Einn af stofnendum Eðalbíla eftir rúm 8 ár í varahlutaverslun B&L. Tekur á móti fólki, útbýr verkbeiðnir, deilir verkefnum, pantar varahluti og sér um reikninga. Er í raun allt skrifstofubatteríið í fyrirtækinu.

Aron Jarl Hillers
aron@edalbilar.is
Bifvélavirki, BMW
Fæddur 1986. Byrjaði 18 ára að vinna á verkstæði, Hóf störf hjá B&L 2006 til 2007. Fór svo í Bílaumboðið Askja og vann við Mercedes-Benz frá 2007 til lok árs 2011. Mikill bílaunnandi og hefur átt á annan tug BMW, smíðaði og á einn sneggsta BMW bíl landsins.

Bjarki Jónsson
bjarki@edalbilar.is
Bifvélavirki, BMW
Fæddur 1970. Bifvélavirkjameistari síðan 2001. Byrjaði ferilinn í Bílaumboðinu en færðist með BMW til B&L 1995 þar sem hann var sérfræðingur og tæknistjóri í BMW. Stofnaði síðan Eðalbíla 2009 svo hann hefur unnið í þessum glæsivögnum í 17 ár auk þess að spreyta sig nú á Porsche. Frá 1996 sótt tíu námskeið hjá BMW.

Bragi Þór Pálsson
bragi@edalbilar.is
Bifvélavirki, BMW & Land Rover
Fæddur 1985. Bifvélavirki síðan 2008. Byrjaði að vinna hjá B&L 2003 og var einn af stofnendum Eðalbíla 2009. Jafnvígur á BMW, Range Rover og Land Rover, hefur gaman af hvoru tveggja. Á BMW en líka 10 cylindra Dodge Ram fyrir sunnudaga þegar ekki rignir enda með bullandi bíladellu.

Davíð Garðarsson
dassi@edalbilar.is
Bifvélavirki, Land Rover
Fæddur 1965. Bifvélavirki, tæknistjóri Landrover hjá B&L 1996 til 2009 þegar hann stofnaði Eðalbíla. Hefur sótt um 20 námskeið hjá Landrover og tvö í Hyundai. Byrjaði 1986 hjá B&L svo hann hefur helgað rúmlega helming ævi sinnar Landrover. Spyrjið hann um tattúið.

Ingi Þ. Vöggsson
ingi@edalbilar.is
Móttaka & varahlutir
Fæddur 1976. Starfaði hjá B&L frá 2006-2011 sem sölumaður varahluta, innkaup á BMW varahlutum, aukahlutadeild og við símasölu. Starfaði hjá ESSO á yngri árnum. Lærði Rafvirkjun og Tölvufræði í Iðnskólanum. Féll fyrir BMW þegar hann verslaði sér BMW 850i árið 2002, reyndar hefur BMW merkið verið tengt fjölskilduni hans frá c.a. 1965
Jón Knútur Jónsson
jonki@edalbilar.is
Bifvélavirki, BMW
Fæddur 1986. Lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 2008 og meistaraprófi 2011. Hóf störf hjá bílaverkstæðinu Stimpli árið 2005, færði sig síðan yfir til B&L 2007 og vann þar til ársins 2009. Hefur verið með annan fótinn hjá Eðalbílum síðan þeir opnuðu og varð fullgildur starfsmaður í september 2010.

Ívar Andri Ívarsson
ivar@edalbilar.is
Bifvélavirki, BMW & Benz
Fæddur 1986. Bifvélavirki síðan 2007 með sérstakri áherslu á BMW og Benz. Áhugamálin hans Ívars eru BMW og Benz. Hóf störf hjá Eðalbílum árið 2015.
Skapti Svavar Skúlason
skapti@edalbilar.is
Bifvélavirki
Fæddur 1989. Bifvélavirki hjá Ingvari Helgasyni síðan 2007 þar sem hann vann helst við viðgerðir á Subaru, en hann keppir einnig á Subaru í rallí og fylgist með Motocross. Hóf störf hjá Eðalbílum árið 2015.

Snæþór Ingi Jósepsson
snaethor@edalbilar.is
Bifvélavirki
Fæddur 1995. Lærði bifvélavirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri en er upprunalega frá Eskifirði. Byrjaði að vinna á verkstæði 17 ára ,en hafði þar á undan mikið unnið í bílum með föður sínum sem er bifvélavirkjameistari. Eignaðist fyrsta BMW'inn 16 ára gamall. Hóf störf hjá Eðalbílum vorið 2015. Stundar m.a. lyftingar, motocross, tónlist og þess á milli skrúfar hann upp í BMW leiktækinu sínu.